Flóttinn úr Framsókn

Ég er skráður félagi í Framsóknarflokknum og hef verið ansi lengi og stundum ekki.  Nú er svo komið að maður eiginlega skilur ekki upp né niður.  Árið 2009 var nýr formaður kosinn og flokkurinn var ,, fyrstur,, til að gera upp fortíðina. Þarna á þessu fræga þingi í Vodafone-höllinn var samþykkt að hefja aðildarviðræður og ég veit ekki hvað.  Allt var bara svo jákvætt og skemmtilegt.  Ég sló til og skráði mig í flokkinn á ný. 

En vitir menn þetta var ekkert breytt - sama helvítis ruglið.  Sömu hnífarnir notaðir í bakstungur og allt eins og það var á sínum tíma. Ég hugsaði jæja til hvers var ég að þessu. 

En ég mætti hress og kátur á flokksþingið núna í vor.  Vildi eins og svo oft áður sanna fyrir sjálfum mér að þetta væri ekki alveg eins og ég vildi meina. Vó á þessu þingi var ég frjálslyndi miðjumaðurinn  staddur á flokksþingi afturhalds - og þjóðhyggjumanna.

Kannski bara verður það niðurstaðan eftir allt saman að Framsóknarflokkurinn verði alíslenskur þjóðhyggjuflokkur sem bara keyrir á það sem íslenskt er og ekkert annað eða  eins og formaðurinn er að gera í megruninni sinni.  

 



Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tommi.

Ef Framsóknarflokkurinn verður Þjóðhyggjuflokkur eins og Þjóðhyggju flokkar eru, þá er það kostur sem er verðugt að skoða.

En fyrst þarf að loka öllum endunum sem eru galopnir.

Gott að sjá að þú ert kominn í gang.

Guðmundur Óli Scheving (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband