Færsluflokkur: Dægurmál

Forsetakosningar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að forsetakosningar verða í sumar. Í 16 ár höfum við haft sama forsetan og fyrir mig persónulega finnst mér hans tími vera kominn. Nú er svo komið að hópur fólks hefur komið sér saman um að safna undirskriftarlista fyrir því að núverandi forseti gefi áfram kost á sér.

Sagt ert að um 30.000 manns hafi ritað nafn sitt og kennitölu á þennan lista. Meðan annars Mikki Mús og fleiri góðir. Núverandi forseti hefur alveg staðið sig ágætlega þó svo að mér fannst hann hafa farið ansi geyst á útrásartímanum.

Við þetta fólk sem stendur í þessu núna vil ég bara segja að ég tel að valdatími núverandi forseta sé kominn vel yfir síðasta söludag og það er gott fyrir alla líka þessa aðila sem eru að hvetja forsetan að halda áfram að nýr einstaklingur fari í embættið og ný sókn hefst. Þjóðinni til heilla.


Þjóðkirkjan og biskupskjör

Það á að fara að kjósa nýjan biskup yfir þjóðkirkjunni. Nokkrir hafa komið fram og boðið sig fram til þess að freista þess að ná þessu mikla embætti.  Satt best að segja þá veit ég ekki mikið um þetta fólk.   Það er magnað að þjóðkirkjan sem flestir landsmenn eru í er þannig uppbyggt að aðeins prestar og nokkrir aðrir aðilar tengdir  kirkjunni fái að kjósa biskup.

Það eru nú einu sinni þannig að við borgum þetta batterý og af hverju er þetta svona?  Ég nenni ekki að fletta því upp og fá að vita það. En eitt get ég sagt að mér finnst þetta bara asnalegt og ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni hef ekkert um það að segja hver er æðsti maður hennar.  Ættu við kannski bara að breyta forseta kjörinu þannig að aðeins alþingi, hæstaréttur og útvaldir bæjarstjórar fái að kjósa forsetan? 

 Ég veit að þetta er asnalegt að líkja þessu saman en er það ? Næsti biskup er sá sem á fleiri velgjörðarmenn innan þessa þröngahóps sem fær að kjósa en ég eða þú verðum bara að taka því sem kemur. 

En vonandi verður ferskur, frjálslyndur og skemmtilegur einstaklingur kosinn. Það er kominn tími á það.  

 


Lágkúruleg fréttamennska

DV birtir frétt í dag um nauðgun en nær á ótrúlegan hátt að tengja hana við útvarpstöðina FM957.  Þar sem þessi voðaatburður gerðist eftir svokallað Eldhúspartý sem stöðin heldur.  Eins og segir í fréttinni þá gerðist atburðurinn nokkrum klukkutímum eftir að Eldhúspartý-inu lauk.  Meira segja er haft samband við útvarpsstjórann og fallist er eftir kommenti frá honum.  Í Fyrsta lagi þá er fréttir sem tengjast svona viðbjóði eitthvað sem verður að fara mjög varlega með og í öðru lagi að tengja FM957 við þetta þar sem þeir héldu sitt dæmi er mesta lágkúra sem ég hef heyrt um.  Manni er spurt hvort ekki sé allt í lagi með ritstjórn DV ?  Halda þeir virkilega að þetta mun selja meira ?  Veit það ekki enda lítill áhuga hjá mér að lesa þetta blað en það annað mál.  Hvað kemur næst ?   

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband