Forsetakosningar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að forsetakosningar verða í sumar. Í 16 ár höfum við haft sama forsetan og fyrir mig persónulega finnst mér hans tími vera kominn. Nú er svo komið að hópur fólks hefur komið sér saman um að safna undirskriftarlista fyrir því að núverandi forseti gefi áfram kost á sér.

Sagt ert að um 30.000 manns hafi ritað nafn sitt og kennitölu á þennan lista. Meðan annars Mikki Mús og fleiri góðir. Núverandi forseti hefur alveg staðið sig ágætlega þó svo að mér fannst hann hafa farið ansi geyst á útrásartímanum.

Við þetta fólk sem stendur í þessu núna vil ég bara segja að ég tel að valdatími núverandi forseta sé kominn vel yfir síðasta söludag og það er gott fyrir alla líka þessa aðila sem eru að hvetja forsetan að halda áfram að nýr einstaklingur fari í embættið og ný sókn hefst. Þjóðinni til heilla.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband