Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ESB umræðan

Stundum er það þannig að maður skilur bara ekki upp né niður í sumu.  Ég til dæmis er í því ,,liði,, sem vill að viðræður við ESB klárist og við fáum samninginn á borð og getum eftir bestu sannfæringu tekið afstöðu til hvort við eigum að taka sæti í þessari samkundu.  

 

En því miður koma þingmenn, áhrifamenn og þeir sem hafa einhverja hagsmunagæslu að gæta og vilja hreinlega að við hættum við þessar viðræður.  Samt hef ég ekkert fengið svona rök nema bara að best sé að hætta við þetta.  Af því bara! Ég segi það og þeguðu svo! 

 

Ég er á þeirri skoðun að þeir sem eru að fara fyrir hönd okkar í þessar viðræður eigi að fá sem bestan samning fyrir okkur. Engin geimvísindi skrifuð hér.   Þegar við gengum í EFTA 1972 þá  opnuðust dyr fyrir okkur og einnig þegar við gerðum ESS- samningin sem ég get ekki betur séð en hafi verið gott framfaraspor.  Verður ekki það sama upp á teningum núna ef við göngum í ESB ? 

 

Ég veit það ekki en allavega kom hitt okkur vel eftir á þrátt fyrir að sumir hefði ekki mikla trú á þessu - alveg eins og þeir sem koma núna og vilja ESB umræðuna út.    En sjálfur hef ég ekki tekið afstöðu enda vil ég eins og alltaf að verk séu kláruð í stað þess að hætta við.  Fáum bara samninginn á borðið og hættum þessu væli og kjaftæð. Þjóðin fær síðan lokaorðið eftir að hafa velt þessu endanlega fyrir sér. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband