Færsluflokkur: Íþróttir

Verður biðin langa á enda í kvöld?

Það var 15. október 2008 er íslenskan landsliðið vann sinn síðasta leik í fótbolta. Segja má að biðin sé orðinn ansi löng eftir sigri en þrátt fyrir allan þennan tíma vantar töluvert upp á að eitthvað met sé í hættu.  En það gæti samt gerst ef ekki vinnst leikur í kvöld gegn Kýpur.  

Leikurinn í kvöld er uppá stoltið og ekkert annað og verður þjálfarinn Ólafur Jóhannesson að stýra liðinu í sínum síðasta leik.  Það er von mín að íslenska liðið komi og geri eitthvað allt annað en þeir hafa sýnt í þessari keppni þ.e.a.s vinna eins og einn leik svo við getum farið öll sem eitt glöð inn í veturinn. 

Nýir tímar eru í vændum við Engjaveginn þar sem leit er hafin að nýjum þjálfara og virðast öll spjót beinast út fyrir landssteinana.  Roy Keane kom sterkur inn í umræðuna í gær en eitthvað segir mér að það er ekkert að fara að gerast.  Sjálfur er ég hrifinn af þeirri hugmynd af fá Lars Lagerback fyrrum þjálfara Svíþjóðar enda hefur hann nýlega eða bara í gær sagt að hann væri meira en ti og það gladdi mig. 

En hvað svo sem gerist verður tíminn að leiða í ljós og vonandi taka Geir Þorsteinsson og félagar góða og rétta ákvörðun sem getur verið farsæl fyrir okkar landslið.  Það er leikurinn í kvöld gegn Kýpur og ég segi bara eins og alltaf Áfram Ísland! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband