Færsluflokkur: Trúmál

Þjóðkirkjan og biskupskjör

Það á að fara að kjósa nýjan biskup yfir þjóðkirkjunni. Nokkrir hafa komið fram og boðið sig fram til þess að freista þess að ná þessu mikla embætti.  Satt best að segja þá veit ég ekki mikið um þetta fólk.   Það er magnað að þjóðkirkjan sem flestir landsmenn eru í er þannig uppbyggt að aðeins prestar og nokkrir aðrir aðilar tengdir  kirkjunni fái að kjósa biskup.

Það eru nú einu sinni þannig að við borgum þetta batterý og af hverju er þetta svona?  Ég nenni ekki að fletta því upp og fá að vita það. En eitt get ég sagt að mér finnst þetta bara asnalegt og ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni hef ekkert um það að segja hver er æðsti maður hennar.  Ættu við kannski bara að breyta forseta kjörinu þannig að aðeins alþingi, hæstaréttur og útvaldir bæjarstjórar fái að kjósa forsetan? 

 Ég veit að þetta er asnalegt að líkja þessu saman en er það ? Næsti biskup er sá sem á fleiri velgjörðarmenn innan þessa þröngahóps sem fær að kjósa en ég eða þú verðum bara að taka því sem kemur. 

En vonandi verður ferskur, frjálslyndur og skemmtilegur einstaklingur kosinn. Það er kominn tími á það.  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband