Forsetakosningar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að forsetakosningar verða í sumar. Í 16 ár höfum við haft sama forsetan og fyrir mig persónulega finnst mér hans tími vera kominn. Nú er svo komið að hópur fólks hefur komið sér saman um að safna undirskriftarlista fyrir því að núverandi forseti gefi áfram kost á sér.

Sagt ert að um 30.000 manns hafi ritað nafn sitt og kennitölu á þennan lista. Meðan annars Mikki Mús og fleiri góðir. Núverandi forseti hefur alveg staðið sig ágætlega þó svo að mér fannst hann hafa farið ansi geyst á útrásartímanum.

Við þetta fólk sem stendur í þessu núna vil ég bara segja að ég tel að valdatími núverandi forseta sé kominn vel yfir síðasta söludag og það er gott fyrir alla líka þessa aðila sem eru að hvetja forsetan að halda áfram að nýr einstaklingur fari í embættið og ný sókn hefst. Þjóðinni til heilla.


Þjóðkirkjan og biskupskjör

Það á að fara að kjósa nýjan biskup yfir þjóðkirkjunni. Nokkrir hafa komið fram og boðið sig fram til þess að freista þess að ná þessu mikla embætti.  Satt best að segja þá veit ég ekki mikið um þetta fólk.   Það er magnað að þjóðkirkjan sem flestir landsmenn eru í er þannig uppbyggt að aðeins prestar og nokkrir aðrir aðilar tengdir  kirkjunni fái að kjósa biskup.

Það eru nú einu sinni þannig að við borgum þetta batterý og af hverju er þetta svona?  Ég nenni ekki að fletta því upp og fá að vita það. En eitt get ég sagt að mér finnst þetta bara asnalegt og ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni hef ekkert um það að segja hver er æðsti maður hennar.  Ættu við kannski bara að breyta forseta kjörinu þannig að aðeins alþingi, hæstaréttur og útvaldir bæjarstjórar fái að kjósa forsetan? 

 Ég veit að þetta er asnalegt að líkja þessu saman en er það ? Næsti biskup er sá sem á fleiri velgjörðarmenn innan þessa þröngahóps sem fær að kjósa en ég eða þú verðum bara að taka því sem kemur. 

En vonandi verður ferskur, frjálslyndur og skemmtilegur einstaklingur kosinn. Það er kominn tími á það.  

 


Lágkúruleg fréttamennska

DV birtir frétt í dag um nauðgun en nær á ótrúlegan hátt að tengja hana við útvarpstöðina FM957.  Þar sem þessi voðaatburður gerðist eftir svokallað Eldhúspartý sem stöðin heldur.  Eins og segir í fréttinni þá gerðist atburðurinn nokkrum klukkutímum eftir að Eldhúspartý-inu lauk.  Meira segja er haft samband við útvarpsstjórann og fallist er eftir kommenti frá honum.  Í Fyrsta lagi þá er fréttir sem tengjast svona viðbjóði eitthvað sem verður að fara mjög varlega með og í öðru lagi að tengja FM957 við þetta þar sem þeir héldu sitt dæmi er mesta lágkúra sem ég hef heyrt um.  Manni er spurt hvort ekki sé allt í lagi með ritstjórn DV ?  Halda þeir virkilega að þetta mun selja meira ?  Veit það ekki enda lítill áhuga hjá mér að lesa þetta blað en það annað mál.  Hvað kemur næst ?   

Pepsi-deildin - hverjir fara með Víking niður

Þá er komið að því að flautað verður til leiks í síðustu umferðinni í Pepsi- deildinni þetta árið.  KR-ingar orðnir meistarar og óska ég þeim að sjálfssögðu til hamingju með það.  Besta liðið allt mótið og vel að þessu komnir eins og reyndar allir þeir sem vinna deildina hverju sinni.   Ef við aðeins stöldrum við í efri hlutanum þá held ég að FH-ingar haldi sínu sæti og verði númer tvo en þetta er spurnig með þriðja sætið sem gefur rétt til þátttöku í Evrópudeildinni og Stjarnan gæti alveg tekið það ef þeir vinna sinn leik gegn Blikum og ÍBV fer að taka upp á því að tapa fyrir Grindavík.  Þá verða liðin með jafnmörg stig en Stjarnan  er með mun betra markaskor.   Fari svo að ÍBV vinni sem meiri líkur er en minni þá er Grindavík fallið.  Semsagt ég þarf ekkert að skrifa meira um þessa fallbaráttu.  En ég ætla samt að troða mínum hugmyndum hér áfram misgáfuðum að mati sumra.

Í raun stendur þetta hjá mér um tvo lið sem geta fallið.  Ég segi að Fram og Keflavík séu save.  Keflavík vinnur Þór með tveggja marka mun og þá bíða Þórsarar eftir fréttum frá suðuhafseyjunni grænu. Grindvíkingar eru snillingar í að vera í þessari stöðu og ef það er eitthvað lið sem veit hvað þarf til eru það þeir. Vestmannaeyingar vilja aftur á móti enda þetta mót eins og menn og tryggja Evrópudeildina og þá líka verða Valsmenn ánægðir þar sem þeir munu án efa leiga þeim völlinn sinn á næsta ári til að leika þessa leiki þar sem því miður völlurinn í Eyjum er ekki með öll leyfi til þess. 

 Ég sé fyrir mér að Grindvíkingar nái að gera jafntefli í Eyjum og eins og fyrr segir tapar Þór með tveimur mörkum sem gerir það að verkum að Þór frá Akureyri fellur á einu marki.  Tvöföld hamingja í Eyjum - Eyjamenn í Evrópudeildina og Grindvíkingar sloppnir þetta árið.   

En þetta er meira gert til gamans og við sjáum til klukkan 16:00 í dag hvernig þetta lítur út og skora ég á áhugamenn að horfa á Pepsimörkin eftir leiki dagsins þar sem sumarið verður gert upp frá A-Ö. 

Góða skemmtun og lifi fótboltinn! 


ESB umræðan

Stundum er það þannig að maður skilur bara ekki upp né niður í sumu.  Ég til dæmis er í því ,,liði,, sem vill að viðræður við ESB klárist og við fáum samninginn á borð og getum eftir bestu sannfæringu tekið afstöðu til hvort við eigum að taka sæti í þessari samkundu.  

 

En því miður koma þingmenn, áhrifamenn og þeir sem hafa einhverja hagsmunagæslu að gæta og vilja hreinlega að við hættum við þessar viðræður.  Samt hef ég ekkert fengið svona rök nema bara að best sé að hætta við þetta.  Af því bara! Ég segi það og þeguðu svo! 

 

Ég er á þeirri skoðun að þeir sem eru að fara fyrir hönd okkar í þessar viðræður eigi að fá sem bestan samning fyrir okkur. Engin geimvísindi skrifuð hér.   Þegar við gengum í EFTA 1972 þá  opnuðust dyr fyrir okkur og einnig þegar við gerðum ESS- samningin sem ég get ekki betur séð en hafi verið gott framfaraspor.  Verður ekki það sama upp á teningum núna ef við göngum í ESB ? 

 

Ég veit það ekki en allavega kom hitt okkur vel eftir á þrátt fyrir að sumir hefði ekki mikla trú á þessu - alveg eins og þeir sem koma núna og vilja ESB umræðuna út.    En sjálfur hef ég ekki tekið afstöðu enda vil ég eins og alltaf að verk séu kláruð í stað þess að hætta við.  Fáum bara samninginn á borðið og hættum þessu væli og kjaftæð. Þjóðin fær síðan lokaorðið eftir að hafa velt þessu endanlega fyrir sér. 

 

 


Verður biðin langa á enda í kvöld?

Það var 15. október 2008 er íslenskan landsliðið vann sinn síðasta leik í fótbolta. Segja má að biðin sé orðinn ansi löng eftir sigri en þrátt fyrir allan þennan tíma vantar töluvert upp á að eitthvað met sé í hættu.  En það gæti samt gerst ef ekki vinnst leikur í kvöld gegn Kýpur.  

Leikurinn í kvöld er uppá stoltið og ekkert annað og verður þjálfarinn Ólafur Jóhannesson að stýra liðinu í sínum síðasta leik.  Það er von mín að íslenska liðið komi og geri eitthvað allt annað en þeir hafa sýnt í þessari keppni þ.e.a.s vinna eins og einn leik svo við getum farið öll sem eitt glöð inn í veturinn. 

Nýir tímar eru í vændum við Engjaveginn þar sem leit er hafin að nýjum þjálfara og virðast öll spjót beinast út fyrir landssteinana.  Roy Keane kom sterkur inn í umræðuna í gær en eitthvað segir mér að það er ekkert að fara að gerast.  Sjálfur er ég hrifinn af þeirri hugmynd af fá Lars Lagerback fyrrum þjálfara Svíþjóðar enda hefur hann nýlega eða bara í gær sagt að hann væri meira en ti og það gladdi mig. 

En hvað svo sem gerist verður tíminn að leiða í ljós og vonandi taka Geir Þorsteinsson og félagar góða og rétta ákvörðun sem getur verið farsæl fyrir okkar landslið.  Það er leikurinn í kvöld gegn Kýpur og ég segi bara eins og alltaf Áfram Ísland! 


Flóttinn úr Framsókn

Ég er skráður félagi í Framsóknarflokknum og hef verið ansi lengi og stundum ekki.  Nú er svo komið að maður eiginlega skilur ekki upp né niður.  Árið 2009 var nýr formaður kosinn og flokkurinn var ,, fyrstur,, til að gera upp fortíðina. Þarna á þessu fræga þingi í Vodafone-höllinn var samþykkt að hefja aðildarviðræður og ég veit ekki hvað.  Allt var bara svo jákvætt og skemmtilegt.  Ég sló til og skráði mig í flokkinn á ný. 

En vitir menn þetta var ekkert breytt - sama helvítis ruglið.  Sömu hnífarnir notaðir í bakstungur og allt eins og það var á sínum tíma. Ég hugsaði jæja til hvers var ég að þessu. 

En ég mætti hress og kátur á flokksþingið núna í vor.  Vildi eins og svo oft áður sanna fyrir sjálfum mér að þetta væri ekki alveg eins og ég vildi meina. Vó á þessu þingi var ég frjálslyndi miðjumaðurinn  staddur á flokksþingi afturhalds - og þjóðhyggjumanna.

Kannski bara verður það niðurstaðan eftir allt saman að Framsóknarflokkurinn verði alíslenskur þjóðhyggjuflokkur sem bara keyrir á það sem íslenskt er og ekkert annað eða  eins og formaðurinn er að gera í megruninni sinni.  

 



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband